Næringaríkt namminámskeið

Hæ hæ yndisfögru vinir

heilsumamman.com Nammiuppskriftarbæklingur

Mig langaði að segja ykkur frá námskeiði sem ég fór á um daginn.

Ég ásamt systur minni fórum á namminámskeið uppí Spíru hjá henni Oddrúnu heilsumömmu og drógum vð múttu með.

Mamma var nú ekkert að nenna fyrst og setningar eins og „Nammi, ég borða aldrei svoleiðis“ og  „Öjjjjj hnetur mér finnst þær viðbjóður“ fuku út úr munni gömlu en með okkur skyldi hún koma og viti menn á endanum var hún þvílíkt að skemmta sér

Þegar við mættum (ég seint eins og vanalega. Það er eins og ég geti ekki fyrir mitt líf mætt neitt á réttum tíma, alveg óþolandi) beið eftir okkur jarðarberja múslí með ferskum bláberjum og chiafræjum á borðinu. Ég veit ekki hvort að það var út af því að ég var ótrúlega svöng eða hvað en vááááááá hvað þetta var gott.

 Jarðarberjamúslíchiagrautur

 

 

 

 

 

 

Oddrún byrjaði að spjalla um hvað við ætluðum að gera, um nammið og að það sem er hollt getur líka verið mjög gott. Hún þurfti nú líka að bæta því við að þótt að þetta væri heilsunammi þá væri það stútfullt af hitaeiningum (gat nú verið, óþolandi svoleiðis hlutir)og ekki ráðlagt að gúffa í sig stútfullum poka

Minn hópur byrjaði á að tempra súkkulaði sem er eitthvað rosalega merkilegt en ég lét mér nægja að heyra orðið súkkulaði og þá var ég seld og steingleymdi öllu öðru. Ég er pínulítið eins og Homer Simpson nema að það glimur ekki orðið DONAT í hausnum á mér heldur SÚÚÚÚÚÚÚKKKKKULAÐÐÐÐÐÐÐÐÐÐÐÐÐÐIIIIIII UMMMMMMMMMMMMMMMMMM. Við áttum eftir að súkkulaðihúða marsipankúlur en þar sem við vorum ekki með neitt svoleiðis þá húðuðum við bara jarðarber í staðin og enduðum svo aftur í súkkulaðinu þar sem við lukum starfi okkar í húðun.

Næsta stöð var karamellukex og aftur úffffffff nammi nammi gott. Næst komu það lakkríssúkkulaði með möndlum og gerðum við með og án möndlusmjörs. Þá var komið að marsipaninu en ég elska marsipan næstum jafn mikið og barnið mitt. Á marsipanstöðinni gerðum við gráfíkjukonfekt og hindberjakonfekt sem við enduðum svo með að súkkulaðihúða og skreita með hindberjakökuskrauti og kókos. Allt gekk svo smurt og vel fyrir sig og stjórnaði Oddrún eins og snillingurinn sem hún er.

Mamma karamellaheilsumamman 4

 

 

 

 

 

 

Eftir að búið var að gera allt gúmmilaðið fengum við okkur sæti og fengum allar smakk á meðan útskýrt var fyrir okkur sykurstuðullinn og annað skemmtilegt og fróðlegt. Með þessu ljúfmeti var dreypt á lífrænu rauðvíni en þetta var með því allra besta víni sem ég hef á ævinni bragðað og er ekki annað hægt að segja en að það hafi runnið ljúflega niður. Í lok námskeiðisins fengum við allar nammipoka með heim, svona smakk. Trúið mér að þessi smakkpoki kláraðist hratt, bara uppí munn og oní maga jummm jummmm. Ekki var ég að tíma að fara að gefa með mér, glætan.... Gestirnir geta bara borðað nammið sem ég versla í bónus fyrir það en þetta var algjörlega MY PRESSJÖSS!!!Heilsumamman rauðvín

 

 

 

 

 

 

Mikið hlakka ég til að gera allar uppskriftirnar heima en við fengum hefti með okkur heim ásamt því að fá senda dásamlega jummjummbók í tölvupósti. Ég mæli svo virkilega með námskeiði hjá henni og ég er bókað að fara aftur og læra meira.

 

Kveðja úr sælgætislandi

Bryndís Steinunn

 

p.s sorry með myndirnar, bloggið vill ekki leyfa mér að snúa þeim rétt. Reyni að laga þetta seinna en alla vega eins og er verður þetta bara svona

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband