Bloggfærslur mánaðarins, júní 2016

VIÐ VERÐUM LÍKA Á AKUREYRI

Ég er svo spennt að ég held að ég springi með ávaxtabragði í loft upp. Islendingar tóku ekki bara Englendingana í nösina og eru því komnir í 8 liða úrslit í fótbolt sko heldur verðum við líka á Akureyri að spranga okkur í lauginni þar og að sjálfsögðu verður 2 fyrir 1 þar líka. 

Sjáiði þið þetta ekki fyrir ykkur. Laugardalslaug og Akureyrarlaug troðfullar af gullfallegu allskonar kvenfólki sem nýtur þess að vera til í eigin skinni og leyfir öðrum að sjá að fjölbreytileikinn er dásamlegur. 

 

Ég sjálf hef verið að æfa mig að koma fram í bikiníi, ekki í laugum landsins heldur meira á stéttinni heima. Þar hafa nágrannar mínir fengið að líta mjúklegann magann sem fengið hefur að flaksast frjáls í gjólunni og sólin hefur fengið að sleikja kroppinn frá toppi til táar. Fátt hefur verið falið nema þá það allra heilagasta sem hulið hefur verið smápjöttlum sem leggjast þétt yfir sitjandann og bringuna. Issss þetta er ekkert mál. Sitja í sólinni og dúttlast í garðinum fyrir framan alla nágrannana, gæti gert þetta topplaus anyday.... 

 

DJÓK!!!

 

Nei þetta er búið að vera miklu meira en smá erfitt. Fyrsta daginn sem ég skellti mér út klædd bláum bikinibrjóstarhaldara og botni í stíl og yfir buxurnar kom lítið pils sem ætti frekar að vera kallað belti frekar en pils þar sem þetta huldi næstum ekkert, var mér flögurt. Við hvern nágranna sem gekk fram hjá og heilsaði fékk ég hnút í magann og langaði helst að kasta upp og hlaupa inn í skömm. En ég ákvað að ég skildi ekki gefast upp þetta myndi örugglega verða auðveldara með tímanum. 

Í annað skiptið sem ég skellti mér í bikinífatnaði út á stéttina leið mér aðeins betur, var ekki jafn flögurt og fann ekki eins mikið fyrir þessari yfirliðstilfinningu sem kom áður. Ég reyndi að einbeita mér að því að hreinsa stéttina og reif upp arfa í tonnatali sem vaxið hafði upp á milli hellnanna. Ég var frekar stollt af mér þegar ég hætti og fór inn en við tók kunnugleg tilfinning þegar inn kom og ég ætlaði að þvo mér um hendurnar. Ég var nefninlega eitt stk mold í kringum munninn. Svona eins og litlu krakkarnir á leiksólanum líta út eftir að vera búin að éta sand allan daginn, vantaði eiginlega bara nefrennslið fullt af mold og sandi. Ég hugsaði bara OMG hvað er ég búin að vera svona útlítandi lengi? og hvað ætli ég sé búin að líta upp og heilsa mörgum svona útlítandi. Fólk heldur örugglega að það sé eitthvað að mér.

Well ég læt ekki smá skít í framan berja mig niður og hennti mér út 3 daginn sem sólin skein skært og ákvað að nú myndi ekkert stoppa mig, ég myndi klára stéttina og njóta þess að vera frábær alveg eins og ég er og ég gerði það. Sat úti í 4 klukkutíma og skrúbbaði og reyf upp arfa og skrúppaði meir og sprautaði vatni yfir allt og setti sumarblóm og allt. 

Ennnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnn ég gleymdi einu mjög mikilvægu!!! 

Ég gleymdi sólarvörninni. Krakkar aldrei gleyma sólarvörninni. 

Ég brenn ekkert svo rosalega auðveldlega þótt flestir haldi það. Ég verð alltaf mega rauð fyrst en ólíkt bruna er enginn hiti í húðinni eða óþægindi og svo verð ég bara brún 1-2 dögum síðar. En þarna var ég bara að drepast. Bakið á mér var eins og sunnudagssteikin nýkomin út úr ofninum sjóðheit og enn kraumandi. Daginn eftir þurfti ég að sækja strákinn minn sem hafði farið í frístundarheimilið sitt og að sjálfsögðu skellti ég mér bara í föt og út og endaði svo með að vera hálf grenjandi í Bónus. Nei ekki yfir því að piparfylltar lakkrísreimar vöru búnar eða af því að matvara er einfaldlega rugl dýr NEI ástæðan var að ég hafði farið í brjóstarhaldara. Aldrei hefði ég trúað því að ég ætti eftir að líka illa við eina af mínum bestu vinkonum, Victoria (en hún á sér leindarmál) en það kemur fyrir að slettist upp á vinskapinn hjá öllum af og til er það ekki. Við höfum núna sæst að fullu og mun ég reyna í framtíðinni að muna eftir að gluða sólarvörn á viðkvæmann kroppinn annars gæti vinskapur okkar Vicky farið út í veður og vind. 

En það er samt satt sem sagt er. Því oftar sem maður gerir hlutina því auðveldara verður það. Gott er að byrja smátt og núna er ég alveg að fara að verða sundlaugarhæf. Eitt sem þetta hefur samt kennt mér er að mér er farið að þykja vænna um sjálfa mig og langar einmitt að fara að gera eitthvað fyrir þennan eina líkama sem ég hef fengið að gjöf. Í vikunni ætla ég að reyna að krúttlast í ræktina og ath hvort ég geti ekki verið góð við kroppinn og byggja hann upp til að mér geti þótt enn vænna um hann. Ekki til að verða mjó og ótrúlega flott heldur til að líða betur og vera heilbriggðari.

 

Ég vil mynna ykkur á Facebook síðuna okkar Bikinikroppar endilega addið og deilið og svo er ég að reyna að snappast smá og er einmitt að finna sem bikinikroppar þar líka :)

 

Ef þið hafið einhverjar hugmyndir, spurningar, eða bara hvað sem er sem ykkur langar að koma á framfæri er hægt að hafa samband í gegnum FB eða tölvupóst bryndissteinunn@msn.com

 

Þangað til næst. 

 

knús og kossar 

XOXO

 


Jibbý jeiiiiiii

Jæja kæru lesendur

 

Ég er búin að fara á fund hjá honum Loga í Laugardalslaug og honum finnst þetta alveg hreint brilliant hugmynd. Hann er sko tilbúinn að bjóða okkur uppá 2 fyrir 1 Laugardaginn 3. september milli 3-6.

 

Ég er einnig að ræða við nokkur skemmtileg fyrirtæki hvort þau vilji ekki taka þátt í þessu átaki og gefa einhverjar gjafir, því að gaman væri að geta gefið þeim konum sem koma pakka og trekkja þá enn frekar að. 

 

Með uppákomur þá er eitthvað erfiðara að fá svör enda kanski ekki beint spennandi að gera hlutina frítt en ég sit og vona það besta. Verðum alla vega með eitthvað diskódæmi, skemmtileg sumarlög og kanski bara gitar og söng. Iss hef engar áhyggjur veit bara að það verður sjúklega gaman. 

 

Ég er einnig búin að fá mjög svo flotta stelpu til að hanna auglýsingu og þá er bara spurning hvar hægt er að láta prennta svoleiðis fyrir lítið og ef til vill fá styrk til þess? 

 

Er einhver þarna úti sem að þekkir til prenntsmiðja og já eða einstaklinga sem eru frægir á einhverju sviði og langar til að syngja eða segja brandara eða eitthvað fyrir buslandi kroppa?

 

Endilega sendið mér skilaboð í gegnum FB (bikinikroppar) snapchat (Bryndis Steinunn) eða tölvupóst bryndissteinunn@msn.com 

 

Langar líka að spjalla við Akureyrarlaug því að ég veit um eina flotta fyrir norðan sem er spennt fyrir þessu með okkur

 

Með syngjandi gleði úr úthverfi Reykjavíkur

Bryndís Hasarkroppur


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband