Bloggfærslur mánaðarins, maí 2018

Ég er á lífi

Já kæru vinir ég er á lífi en hef verið upptekin við að byggja mig upp og vinna með þau vandamál sem verið hafa að hrjá okkur hér í litlu íbúðinni minni í Árbænum.

Hárið vex alveg eins og enginn sé morgundagurinn og ég er sko búin að fara 1 sinni í klippingu. Núna stendur það bara út í loftið og hefur ekki náð að ákveða sig hvort að það ætli að vera slétt eða krullað. Ég hef gert ýmislegt til að hjálpa hárinu að vaxa, þykkna og verða heilbryggt á ný. Fyrsta þá er ég að dæla í mig Hairburst, Sugarbear hair og D vítamíni (en D vítamín skortur getur orsakað hárlos) Einnig hef ég verið að hanga á Pinterest og finna alls konar náttúrulegar leiðir sem eiga að láta hárið vaxa eins og enginn sé morgundagurinn, verða þykkara en fax á hesti og heilbrygðara en allt. 

 

Já sumt er kanski ekki eitthvað sem fólk væri til að troða á skallann á sér en ég er til í að gera hvað sem er til að strýið á hausnum á mér breytist úr kóngulóarvef i þykkan makka.

 

Það sem ég hef notað er 

1. Laxerolía, hunang og egg. Þetta hrærði ég saman og gluðaði í hausinn á mér, skellti á mig fagurbleika sturtuhettu og handklæði og var svoleiðis í minnst klt. 3 í viku. Hundarnir sem ég var að passa fanst þetta æði og fattaði ég ekki strax afhverju þeir gerðu ekki annað en að sleikja á mér hálsinn og hnakkann. Já ég er svoldið treg stundum en var heilinn á mér fullur af einhverju vel klistruðu stöffu sem ég hengdi alla von mína á.

Eftir einhvern tíma var greinilega kominn vöxtur í skallablettina, já þetta virkaði (var ekki byrjuð á sykurbjörnunum eða hársprengu vítamínunum þarna)

Með hverju hárinu jókst sjálfstraustið og brosið breikkaði.

 

2. Ólífuolía eða Laxerolía.

Já ég viðurkenni það fullkomlega að ég er löt og það kom að því að ég nennti ekki að hræra egginu og olíu og hunangi saman til að skella i hausinn þannig að hrein olía var það bara. Yfirleitt gerði ég þetta á kvöldin og svar með hana um nóttina og sturtaðist um morguninn eða skellti þessu í kollinn áður en ég bar út og fór svo kanski í sturtu um hádegi. 

Virkar þetta? Ég er 100% viss um það alla vega er hárið á mér mýkra en dúnn.

 

3. Kókosolía og sítrónusafi

 

Já þetta er það nýjasta hjá mér. Þetta á ekki bara að hjálpa með faxvöxtinn heldur á þetta að breyta gráu hárunum í sitt fyrra horf. Ég er ekki með mikið grátt en að er að byrja eitt og eitt hár og ég vill ekki lita hárið núna, ætla að leyfa því að vera náttúrulegt alla vega ár. Sjáum til hvað maður gerir í Desember þegar ár er síðan ég varð skallapoppari.

hárlubbi 17. mai 2018

Ók myndir koma bara furðulega út hérna á þessu bloggi en eins og þið sjáið þá er ég með fullt af hári núna.

 

 

 

 

 

En það er ekki nóg að poppa vítamín og gluða alls konar olíum í kollinn það þarf líka að laga kollinn sjálfann. 

Það er ég búin að vera að gera líka á fullu. Með hjálp Sól sálfræði- og læknisþjónustu hef ég fengið svo mikið. Fyrst og fremst hefur Steingerður barnageðlæknir tekið okkur uppá arma sína og hjálpað svo mikið með hvernig eigi að tækla þá erfiðleika sem við erum að glíma við. Einnig hefur Bergind hjúkrunarfræðingur unnið kraftaverk enda ótrúlega yndisleg manneskja en þær komu mér inn hjá Geðlækni sem heitir Sigurlaug. Við erum búnar að vera að vinna með kvíðann, þunglyndið og ofvirknina hjá mér. 

 

Ekki það að fara til Geðlæknis er eins og að láta fjarlægja botnlangann úr sér ódeyfður þetta er svo dýrt en samt ódýrara en að fara til sálfræðings. Verst að núna get ég ekki notað afsökuna um skókaupin sem ég hef nýtt mér í mörg ár en hún er að ég þurfi að kaupa mér skó þar sem ég er þunglyndur kvenmaður og þeir eru ódýrari en að fara til sálfræðings :)

Iss ég finn einhverja aðra afsökun....

 

En til að taka þetta alveg alla leið þá erum við að fá stuðning heim en þá kemur kona frá þjónustumiðstöðinni og hjálpar okkur prinsinum að tækla þær hindranir sem verða í vegi okkar. Hún gefur okkur báðum ráð um hvernig hægt sé að gera hitt og þetta, eins og skólann og verkefni sem þarf að gera hér heima. Og já hún Hulda er snillingur að finna einfaldar lausnir og svo opin og glöð og besta er að Jóhannes er að fíla hana í tætlur og knúsar hana í tætlur þegar hún kemur. 

 

Ásamt þvi að fá gríðarlega hjálp frá fagaðilum þá má ég ekki gleyma fjölskyldunni minni og vinum sem hafa reynt að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa mér og styðja og styrkja

 

Ég er svo rík af frábæru fólki sem vill allt fyrir mig gera og svo er ég svo heppin að hafa Guð í hjarta mínu og er hann mín styrkasta stoð og ég geri allt til að halda mig fast við hann því þar fæ ég huggun, hjálp og blessanir. 

 

En núna ætla ég að fara að elda eitthvað hollt og gott enda er mörbræðslan í fullu fjöri hér. Markmiðið er að vera í stærð 12-14 í endaðan júní en ég er í stærð 14-16 í dag.....

 

En knús kossar og ást til ykkar

 

Læt fylgja nokkrar vaxtamyndir og nona að þær koma nú rétt inn og alveg....5.12 og 5.02


smokey fín dramatic green eye look

Nýklippt og fínSamkomufín smokey


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband