Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2017

Gríma

Í svoldin tíma hef ég verið að taka mig í gegn og reyna að taka framförum í hinum ýmsu málum. Við svoleiðis breytingar þarf maður að fara í mikla naflaskoðun til að finna út hverju þurfi að breyta og laga. Þetta er ekki alltaf auðvelt, eiginlega er þetta bara drullu erfitt og sjúklega vont að þurfa að viðurkenna suma galla sína og horfast í augu við þá. Ég uppgötaði einn svoleiðis harkalega í síðustu viku. Það var eins og vörubíll hefði komið á fullri ferð og keyrt yfir mig og ég brotnaði  algjörlega niður.

 

Málið er að sem barn lék ég hlutverk hins fullkomna barns. Ég var fín, brosti og yfirleitt stillt. Það var bannað að sýna sitt rétta andlit því þá hefði fólk séð hversu rotið fjölskyldulífið var. En ég er ekki lengur barn og ég þarf ekki lengur að fela það ofbeldi sem ég bjó við þá. Ég er að verða 41 árs gömul. Ég á mitt eigið barn, fjölskyldulífið er gott og við erum í flesta staði hamingjusöm og heppin með allt sem við höfum. En það sem ég uppgötaði var einmitt það að ég er stanslaust í hlutverki. Ég sýni mjög sjaldan mitt rétta andlit. Ég er svona við eina manneskju og öðru vísi við aðra og karlmenn úfffffff þá höndla ég ofsalega illa og breytist ekkert smá, haga mér ótrúlega kjánalega og barnalega. Það er eins og ég viti ekki hver ég er eða er hrædd við að sýna fólki hver ég er....

 

Í mörg ár hélt ég að ef karlmaður væri góður við mig, kurteis og tillitsamur þá þýddi það bara eitt og það var sko ekki bara af því að honum langaði að vera næs eða góður. NEI hann vildi eitthvað og eins og mér var kennt þá greiddi ég í flestum tilfellum í kynlífi. Já það er það sem mér var kennt sem barni. Ég var skemmd á sálinni og er enn og það fer svo í mig að þetta virðist aldrei klárast. Ég er föst í fortíðinni, föst í litla barninu sem ég var, föst í því að vera undir endalausu ofbeldi en það sem hefur breyst er að ég viðheld því sem pabbi minn byrjaði á.

Tökum dæmi: Sem barn var mér stöðugt sagt að ég gæti aldrei, yrði aldrei o.s.fr. Í dag heyri ég fólkið sem stendur mér næst segja mér hvað ég er dugleg og hvað ég geti allt og sé klár og allur sá pakki en ég er sú sem segi mér nákvæmlega það sem mér var sagt áður. Ég hef t.d. verið dugleg að borða rétt og hreyfa mig en um leið og ég fattaði að ég væri búin að minnka um fatastærð var eins og eitthvað kæmi yfir mig og ég panikkaði, Ahhhh nei nei nei mundu þú getur aldrei komist í kjörþyngd, þú getur aldrei orðið grönn, þú getur aldrei orðið flott eða neitt annað. Og hvað gerði ég fór og keipti mér pizzu, át yfir mig af henni og skellti svo ofan í mig kanilgotti með sjúklega miklum glassúr og gos og nammi..... HVAÐ ER AÐ!!!!

Mig langar svo að læra að komast úr þessum vítahring. En það þýðir mikla vinnu og mikil átök. Ég þarf í alvörunni að þykja vænt um mig eins og ég er og trúa því að ég geti allt sem ég legg á mig að gera. Ég á alveg að þora að gera það sem ég held stundum að ég geti ekki því málið er að ég get ef ég vil.

Í 26 ár hefur mig langað til að læra förðun en aldrei þorað því. Af hverju ekki? Af þvi að öðrum gæti fundist það asnalegt, kanski á ég aldrei eftir að vinna við þetta, kanski fell ég, kanski kemst ég að því að ég er ömurleg. OG HVAÐ MEÐ ÞAÐ!!! Þá hef ég alla vega látið drauminn rætast. Og hvað með hvað öðrum finnst? Og ef ég fell þá veit ég það bara. Í haust nánar tiltekið í ágúst 21 mun ég því byrja í Reykjavík make up school og ég ætla að skemmta mér í botn. Ég veit að ég get þetta og mér mun takast það.

 

Alveg eins og þegar ég var í framhaldsskóla. Ég fór af því allir aðrir gerðu það og það er það sem maður á að gera en auðvitað hætti ég þar sem ég var alltaf með það í hausnum að ég gæti ekki og ég hafði líka ekki áhuga í raun og veru. En 33 ára tókst mér þetta. Ég skráði mig í skóla og gat klárað og mér fannst æði að útskrifast með krökkum sem voru 10-14 árum yngri en ég og vitiði hvað, þau fíluðu mig sko alveg ágætlega....

 

Þannig að núna er ég að reyna að taka niður grímuna og ætla að finna sjálfa mig. Mig langar til að vita hver ég er, hvað hef ég áhuga á (sem er ekki eitthvað sem litast af öðru fólki) Ég vil hafa mínar eigin skoðanir og ég vil standa við þær.... Ég vil vera ég alltaf. Núna mun gríman falla en ég þarf hjálp og ég þarf þolinmæði.

 

Þegar ég kem heim ætla ég að fara í alvöru meðfeð hjá geðlækni og taka fortíðina og nútíðina og framtíðina og rekja hana upp og skella henni saman aftur og ég skal ekki hætta fyrr en ég sé að hér er ég

Eitt af því sem ég hef komist að í lifinu að ef ég geri þetta svona fyrir alla, þegar ég blogga um hlutina þá hjálpar það mikið. Ég er búin að henda þessu út í atomið og þá þarf maður meira að gera hlutina...

Kveðja úr sólarríkinu Flórida

Bryndís

p.s húsið mitt er í pössun þannig að það þyðir ekkert að brjótast inn....


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband