Bloggfærslur mánaðarins, maí 2016

Af hverju?

Já ég hef mikið verið að spá í þessu.

Af hverju erum við svona? Hvers vegna erum við aldrei ánægðar með okkur? Við erum endalaust með minnimáttarkennd yfir hinu og þessu. Þegar ég byrjaði á að henda þessari hugmynd í framkvæmd þá fór ég að hugsa um að skrá niður 5 hluti sem væru jákvæðir við mig og 5 neikvæða (um útlit)

 

Ég fyllti neikvæða listann á NÚLL EINNI en þurfti að hugsa með hitt.

 

Frænka mín sem er ein flottasta kona sem ég veit um sagði við mig einhvern tímann.

"Bryndís þegar fólk sér þig þá horfir það á kálfana á þér og sturlast af afbrýðisemi þar sem þeir eru sjúklega flottir en þú sérð bumbu!!!"

 

Fólk sér falleg augu en ég sé undirhöku

 

Fólk sér granna útlimi en ég sé appelsínuhúð.

 

Í alvöru hvað er að mér og ég veit að aðrar konur eru ekkert betri.

 

Ég er að spá í að gera tilraun. Ég ætla að horfa í spegilinn á hverjum degi í 10 daga og segja sjálfri mér að ég er falleg eins og ég er. Að stunda heilbrigðann lífstíl er til að láta sér liða betur en ekki til að passa í eitthvað nr. það er bara eithvað auka sem gæti komið en skiptir ekki máli. Ég er ekki tala á viktinni eða nr. í fötunum. Ég er Bryndís Steinunn, ég er falleg með alla mína galla. Hvert ör sem ég ber á sér sögu, hver felling, slit, já hver ójafna er dásamleg því að það er hluti af mér og ég ætla að elska mig eins og ég er og ég ætla að minna mig á að mér þyki vænt um mig því ég er frábær og vill vera betri og taka framförum á hverjum degi.

 

Ég ætlaði að setja inn mynd en hún kemur alltaf á hvolfi og þar sem ég er tæknilega fjölfötluð þá hef ég ekki hugmynd hvernig eigi að snúa henni þannig að allar ábendingar eru vel þegnar. 

Myndin er tekin í speglinum inná baði heima og á honum stendur "Þú ert frábær eins og þú ert" og "Mér þykir mjög vænt um þig" 

 

Næstu daga mun ég segja sjálfri mér þetta í stað þess að segja ohhhhh ég er svo ómöguleg og feit og með bumbu og undirhöku. Nei ég segi þessu stríð á hendur því ég er fabjúlös eins og Páll Óskar :) og ég veit að þú ert það líka.

 

 


Bikiniferðin

Jæja. Þá byrjar ferðalagið þar sem við höldum hátíðlega uppá fjölbreytileika kvenna. Við erum í öllum stærðum, gerðum, litum en eigum það sameiginlegt að vera konur. Því miður eigum við líka sameiginlegann óvin sem kallast Niðurrif. Það er sama hvernig við lítum út alltaf kvörtum við, felum okkur þar sem við erum slitnar hér og með fellingu þar. En núna verður breyting. Stefnt er á að halda hátíð kroppanna og dagsetningin 3. September hefur verið valin. Mætum í bikiníi í laugarnar og látum okkur líða vel í eigin skinni.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband