Bikiniferðin

Jæja. Þá byrjar ferðalagið þar sem við höldum hátíðlega uppá fjölbreytileika kvenna. Við erum í öllum stærðum, gerðum, litum en eigum það sameiginlegt að vera konur. Því miður eigum við líka sameiginlegann óvin sem kallast Niðurrif. Það er sama hvernig við lítum út alltaf kvörtum við, felum okkur þar sem við erum slitnar hér og með fellingu þar. En núna verður breyting. Stefnt er á að halda hátíð kroppanna og dagsetningin 3. September hefur verið valin. Mætum í bikiníi í laugarnar og látum okkur líða vel í eigin skinni.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég gat ekki annað en opnað þetta blogg. Veistu konur eru alltaf óánægðar með sjálfa sig þótt karlar elski þær, dýrki í hvaða formi sem þær eru nema melspíru formi.

Ég mæli með að vera ekki að grenna ykkur of mikið en hugsa um heilsuna. Haldið ykkur frá Kolvetni og borðið Lambakjöt og aftur lambakj0t og ekkert nema lambakjöt. 

Valdimar Samúelsson, 23.5.2016 kl. 07:47

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Meina wink

Valdimar Samúelsson, 23.5.2016 kl. 07:48

3 Smámynd: Bryndís Steinunn Brynjarsdóttir

Þetta er alveg satt. Það er sama hversu oft sagt er við okkur að við séum æðislegar við finnum alltaf eitthvað neikvætt til að rífa okkur niður. Þetta er ástæðan fyrir þessari hugmynd minni. Það virðist vera ekkert mál að spranga um í bikiníi í útlöndum en um leið og við komum heim þá er ekki farið í sund. Slitin, örin, fellingarnar, appelsínuhúðin já allt á sér sögu og það er komin tími til að elska þetta allt saman. Og það er líka tími til að fólk sætti sig við hvert annað. Þú ert of feit eða mjó eða annað á ekki að líðast. Heilbrigði er það sem við ættum að vera leitast eftir ekki að reyna að líta út eins og fótósjoppuð mynd í glanstímariti.

Bryndís Steinunn Brynjarsdóttir, 24.5.2016 kl. 11:42

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

bara svona til að bæta við en ég hef verið að finna myndir frá löngu síðan og sýnt eiginkonunni sem var alltaf að fela lærin og allt en í dag skilur hún ekki þetta hugarástand og eins hjá mörgum vinkonum grannar sem þybbnar alltaf sama. Segðu fólki þínum að finna allar myndir frá æsku og horfa vel á þær og segja þetta var/er ég og ég elska mig fyrst og fremst. :-) ég er engin sálfræðingur en ef ég ætti að ráðleggja fólki bara út af heilsu sinni að sleppa eins miklu kolvetni og ég sá grein í Fréttablaðinu í dag sem bendir á þetta líka. Kv og njóttu lífsins í Bikini.

Valdimar Samúelsson, 24.5.2016 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband