Landafræði, blaðburður og hundar

Var ég ekki eitthvað búin að lofa ykkur að segja frá landafræði kunnáttu minni?

Hjá mér skiptist landafræði í 3 hluta.

Reykjavík

Út á landi 

Útlönd

Fyrir mér skiptir ekki miklu máli hvað fjallið þarna heitir eða fossinn og dalurinn og fjörðurinn. Ef þetta er ekki statt í Reykjavík þá er það mögulega út á landi. Ekki er það í útlöndum þar sem ég skoða eingöngu búðir þar og veitingahús. Jú einstaka skemmtigarðar hafa orðið á vegi mínum en eingöngu þegar barnið er með í för.

Upp á síðkastið hef ég samt haft dásamlega stelpu heima hjá mér sem er frá Spáni (en hefur búið hér í 20 ár) 

Hún hefur eitt sumrinu í barnaherbergi sonar míns á meðan glaður drengurinn fær að sofa upp í hjá mömmu sinni. Þessi stelpa veit svo mikið um Ísland að ég skammast mín alltaf þegar hún byrjar að tala um þennan fossinn eða hitt fjallið og dalinn og fjörðinn og hólinn og hæðirnar. Sem betur fer hefur hún verið að ráðleggja og eða benda fólki á hvað er gaman að sjá og hvert á að fara því að fyrir ekki svo löngu var ég einmitt spurð út í þessa hluti og ég starði hálf dauðum augum út í loftið algjörlega tóm í hausnum. En allt í einu kom BLING hljóð, svona eins og heyrist þegar maður fær skilaboð á facebook og ljósið kveiknaði. Allt sem mín dásamlega Spænska vinkona hafði sagt kom til mín og með mikilli gleði benti ég fólkinu á Þjóðgarðinn okkar Þingvelli, heitu laugina í Reykjadal og eitthvað fleira sem ég er að sjálfsögðu búin að gleyma núna. Ég að vísu bendi fólki á Þjórsárdalinn en þar er ég næstum því alin upp og elska þann stað alveg til tunglsins og til baka já og Jökulsárlón. 

En í alvöru ég verð að taka mig á í þessum málum. Erum við að gera grín með þetta? Ég þekki landið mitt ekki neitt og það er sorglegt. Mér hefur alltaf leiðst landafræði og var það eitt af fáu lesfögunum sem mér gekk ekki vel í í skóla (þá er ég ekki að taka 9. og 10 bekkinn með, þar opnaði ég varla bók, það taldist kraftaverk þegar ég mætti) 

Ég ætla að setja mér markmið að læra eitthvað um landið mitt fyrir næsta sumar svo ég standi ekki á gati og líti út fyrir að vera ótrúlega heimsk næst þegar ég er spurð um áhugaverða staði.

 

En já að allt öðru

 

Haldiði ekki að kéllingin sé farin að bera út fréttablaðið með barninu!!!

 

Núúúúúú drengurinn kvartar yfir því að hann sé með eldgamlann síma alveg frá 2013 og honum vantar Playstation 4 og hann þarf pc tölvu og sjónvarp og og og og. Leiðinlega mamma hans sagði honum að ég væri sko ekki að fara að kaupa þessa hluti fyrir hann (ég meina vitiði hvað ég get keipt marga skó fyrir peninginn sem PS4 kostar, já eða make up.... eða augnhár eða.....) Drengurinn yrði bara að safna sér sjálfur og fara að vinna. 

Gamla fór og sendi tölvupóst á Póstdreifingu og fengum við vinnu með það sama en því miður þar sem sonurinn er ekki orðinn 13 þá þarf að skrá þetta á mig þangað til í janúar en þá verður prinsinn loksins táningur (já honum hlakkar til en ég er pínu áhyggjufull og kvíðin yfir því öllu)

 

Á hverjum morgni er dröslast á fætur klukkan 6 og út er farið. Það hefur komið fyrir að hann hafi sagst vera svo þreyttur en þá hef ég þessi leiðinlega á heimilinu útskýrt fyrir honum að svona er þegar maður er kominn í vinnu. Það skiptir engu máli þótt maður sé þreyttur eða latur eða hvað sem er, ef maður er ekki veikur þá verður maður bara að mæta og ef maður mætir ekki þá er maður rekinn og þá fær maður enga peninga til að versla naglalökk.... nei meina tölvuleiki. 

 

Þetta er fínn göngutúr og yfirleitt er dásamlegi FitBit one göngumælirinn minn að sýna um 8000 skref fyrir klukkan 8 á morgnanna en takmarkið er 10000 skref yfir daginn (þegar þetta er ritað er undirrituð búin með 10070 skref vúppp vúppp)

 

En hvað er með þessa hunda? Í alvörunni, hundaeigendur alið upp þessi kvikindi ykkar. Ég elska hunda og dýr yfir höfuð en þegar þetta kemur geltandi og urrandi og hrifsar í sig blaðið þegar maður setur það í lúguna þá stendur mér bara ekki á sama. Ég sé fyrir mér að eiga eftir að vera með blæðandi putta einn daginn þar sem hundkvikindin ná taki á fagurlökkuðu fingrum mínum. Það er svo skemmtilegt að hjá Póstdreyfingu þarf maður að setja blaðið alveg inn um lúguna þannig að hún nái að lokast aftur og þetta felur í sér að troða hendinni inn um lúguna. 

Á sumum stöðum eru þetta litlar geltandi rottur sem eru enn geltandi 3 tímum eftir að ég er farin og á öðrum stöðum eru þetta risa hundar með svo djúpa rödd að allt nötrar í kring þegar þeir gelta. Þessir hundar hræða næstum úr mér líftóruna og erum við sonurinn búin að finna út hvar þá er að finna og ég fæ þau hús :)

 

En alla vega það styttist í gleðina sem er bara eftir tæplega 2 vikur.

 

Bioeffect eða EGF ætla að gefa einhverja glaðninga, Body shop ætlaði líka að setja einhverjar prufur í pakka og ath með afsláttarkóða. Ásbjörn Ólafs vildi líka vera með eitthvað sem gleður konuhjartað og svo verður Fotia.is og Shine.is með afsláttarkóða. 

Ég á enn eftir að heyra í fleiri fyrirtækjum og endilega segið mér frá einhverju fyrirtæki á Akureyri sem gæti verið með þar sem Bikinikroppar verða líka þar. Ég hef rætt við hana Lovísu (addið henni á snapchat Makeup by Lovisa) en hún býr í Akureyrarbæ og er ég búin að blikka hana til að aðstoða mig þar sem ég get því miður ekki verið á báðum stöðum í einu. 

 

Munið 2 fyrir 1 í laugina milli 3 og 6 Laugardaginn 3. september bæði í Laugardalslaug og Akureyrarlaug

 

Endilega segið vinkonum frá, kíkið á FB síðuna okkar Bikinikroppar og snappið líka Bikiníkroppar, líkið og deilið. 

 

En ég ætla ekki að drepa ykkur lengur úr leiðindum 

 

kiss kiss

 

Yours truly

 


Stokkseyri, sund og útilega

Sæl dásamlegu lesendur

Um helgina dreif ég mig í útilegu á Stokkseyri með soninn og vin hans. Ætlunin var að kíkja á Afrófestið en þar sem ég er meira utan við mig en einhverfur sonur minn í öllum fötunum á röngunni þá eiginlega fór ég á vitlausann stað, VÚÚÚPPPPPSSS. 

 

Við lögðum seint af stað eða um 4 klt síðar en ég hafði áætlað en isss skipti engu. Bíllinn var svo smekkfullur að ég var viss um að aftur stuðarinn myndi fjúka af á leiðinni en svo varð ekki. Við komum inn á Stokkseyri og keyrðum bæjinn endanna á milli og fundum ekki tjaldsvæðið. Eftir endalausa leit ákváðum við að stoppa við fína kortið sem er strax að finna þegar maður kemur í bæinn, sem ég að sjálfsögðu ákvað að hunsa fyrst þegar ég kom. Að sjálfsögðu var þar útlýst hvar tjaldsvæðið var og fundum við það um leið. Örfáir húsbílar og enn færri tjöld voru á svæðinu en ég spáði nú ekkert í að það væri eitthvað skrítið við það og fór að rífa útúr bílnum og byrja að tjalda. Drengirnir voru fljótir að finna sér einhverja krakka til að leika við og var það mikil gleði fyrir mig því að þótt þessar elskur séu öll af vilja gerð þá eru þau bara stundum fyrir þegar þau vilja hjálpa. Ótrúlegt hvað þau eru hvergi að finna samt þegar maður þarf á hjálp að halda huhhhhhundecided

 

Alla vega, einhvernveginn tókst mér að koma tjaldinu upp og fór að bera inn í það mat og föt og annað útilegudót en fyrir þessa 2 daga var að sjálfsögðu tekið nóg af öllu og ég held að ég hafi sagt nokkrum sinnum yfir daginn alla dagana, ÉG Á VIÐ VANDAMÁL AÐ STRÍÐA. Já ég var pottþétt með mat fyrir mánuð en ekki helgi. Ég var fljót að koma samt öllu fyrir eins og herforingi og skellti prímusnum í gang og sauð pylsur ofan í mannskapinn. Eitthvað var sonur minn ekki sáttur við brauðin en ég hafði keipt þessi nýju frá myllunni og harðneitaði hann að éta þessi "ógeðslegu brauð" eins og hann sagði. 

 

Ég var fljót að fatta að ég hefði nú eitthvað farið villur vegar en var þá búin að greiða fyrir tjaldstæði yfir helgina og ákvað að nenna ekkert að færa mig en ákvað samt að senda skilaboð á FB síðu hátíðishaldara. Jújú festivalið var í fullum gangi en bara rétt fyrir utan Stokkseyri, vel gert Bryndís, ekki klára að lesa auglýsingar. Kallast víst ADHD eða hvatvísi að henda sér út í hlutina án þess að hugsa. Mamma segir að þetta sé fljótfærni og ég eigi ekki að kenna ADHD um. Fyndið ég er alltaf að segja það sama við soninn, ætti kanski að fara að hlusta á sjálfan mig og fara eftir því sem ég reyni að kenna litla manninnum með stóru fæturnar. (hann er alveg heilum 3 cm lægri en mamma sín sem er heilir 150 cm og hálfur til viðbótar og hann notar skó nr. 41)

 

Einhvern tímann var skriðið í pokann sem var að sjálfsögðu með biluðum rennilás arrrrrg og augum lokað. Um miðja nótt eða um 4 leytið vaknaði ég við það að ég lá ekki lengur á þægilegri vindsænginni heldur var allt loft farið úr henni og kúrðum við á harðri ískaldri jörðinni. Ég var of þreitt til að gera eitthvað í málunum og hélt bara áfram að sofa en var alveg búin að gefast upp klukkan 6 enda var bakið orðið stirðara en spítukall og öxlin sem er biluð eftir bílslys öskraði af sársauka. Ég skellti mér því úr tjaldinu og í fortjaldið og hitaði mér vatn í kaffi. Vá hvað kaffi gerir alltaf allt betra. Stuttu síðar voru báðir drengirnir komnir út, fengu sér morgunmat og voru í sjúklega glöðu skapi yfir því að ég hafi gleymt að taka með tannkrem því það er víst ótrúlega leiðinlegt að tannbursta. Ég sagði þeim að það væri nú ekki mikið mál þar sem stutt væri í Hveragerði og við myndum bara skuttlast í Bónus og versla okkur eitt stk tannsápu. Við fórum nú ekki fyrr en í kringum hádegi en þá voru strákarnir búnir að fara í alls konar leiki með nýjasta besta vini þeirra sem var í næsta tjaldi að ferðast um landið með foreldrum sínum. John en það var nafn hins 13 ára gamla nýja besta vinarins er frá Orlando og var strax gerð plön um það að hittast þegar við heimsækjum MikkaMús land á næsta ári en á meðan sat hinn svektur yfir að geta ekki komist með. Hann var nú samt fljótur að taka gleði sína upp aftur þar sem hann leysti málið með því að mamma hans og pabbi myndu bara vinna í lottóinu og þá væri þetta bara ekkert mál. 

Í Hveragerði eða Hurdígurdí eins og John kallaði það við mikinn fögnuð Íslendinganna, fórum við í jarðskjálftasimmjúleiterinn og vá hvað okkur brá mikið og öskruðum öll þegar kvikindið fór í gang og ég hvet alla til að prufa þetta alla vega einu sinni. Eftir að hafa skoðað sig aðeins um í Hurdígurdí fórum við aftur til baka með tannkrem og venjuleg pylsubrauð í poka og fengum okkur smá næringu. 

Ég var alveg búin á því og ákvað að leggja mig örlítið og einhvern tímann á því tímabili sem ég svaf voru báðir drengirnir komnir og sváfum við vært til 6 um kvöldið alveg búin á því enda búin að fá alvarlega súrefniseitrun, allt of mikið af hreinu lofti og heilnæmri afþreygingu sem féllst í lestri, spila og hlaupa um úti. Ég fékk nú að heyra þá spurningu stannslaust hvort ekki mætti kíkja í símann á youtube en ég gallhörð sagði bara þvert NEI, það og síminn varð fljótt batteríslaus þar sem ég var að leika mér í Criminal case og snappa suss ekki segja neinum.

 

Eftir að við skriðum aftur á fætur ákváðum við að kíkja nú aðeins við á Afrófestivalinu sem var nú einu sinni ástæðan fyrir því að við skelltum okkur út fyrir borgina. Þarna var fólk samankomið og allir svo glaðir, búnir að spila á afrískar trommur og dansa og jógast og eitthvað og var núna verið að undirbúa ekta Afrískann mat. Ég ætla sko pottþétt að fara næsta sumar og hvet bara sem flesta til að gera slíkt hið sama. Já og munið rétt fyrir utan Stokkseyri.

 

Við komum til baka og ákveðið var að kvöldmaturinn yrði bara brauð og snarl þar sem ég nennti með engu móti að elda neitt. Eftir að strákarnir voru búnir að skvettast svoldið í fótbolta og yfir og róla og kubb og eitthvað fleira skemmtilegt þá var ákveðið að koma sér kósý fyrir inní tjaldi og spiluðum við Kjaftöskju. Þetta spil er algjör snilld og skil ég stundum ekki afhverju það er að fást á skítogpriki eða undir 1000 kr. Við alla vega hlógum mikið og þrátt fyrir að ég sé 20++ og strákarnir 10 og 12 ára þá sló þetta jafn mikið í gegn hjá öllum. 

 

Við sváfum vært yfir nóttina þrátt fyrir að læki aftur úr dýnunni en strákarnir sváfu á henni þessa nóttina enda mun léttari en undirrituð þannig að um morguninn var ennþá aðeins loft í henni og þá klukkan 9. 

Við tókum því nú bara rólega en svo fór ég að ganga frá, setja í bílinn og taka tjaldið saman. Já enn og aftur sá ég að ég ætti við verulegt vandamál að stríða þegar kemur að mat. Kæliboxið var næstum fullt enda voru teknar með 20 pylsur fyrir okkur 3, 2 dollur af salati, 3 fernur af mjólk, 4 dollur engjaþykkni, ostur, skinka, líter af jógúrti, kartöflur, kjöt og eitthvað fleira. Þetta var bara kæliboxið fyrir 3 í 2 nætur. Heill kassi var líka með matvöru enda dugar ekkert minna en 2 pólókex ásamt 7 öðrum tegundum af kexi, snakki, nammi, 2 heil samlokubrauð, 20 pylsubrauð já og auðvitað plús þessi 5 sem ég keipti fyrir gullprinsinn þar sem þessi sem með voru í för voru ekki nógu góð. Við þetta bættust 3 troðnir bónuspokar (sko þessir fjölnota) af gosi og meira af nammi og einhverju. Jebb meiri hlutinn fór aftur með okkur heim. Ég þykist ætla að læra af þessu og muna að taka minna í næstu ferð en það vita það allir að þetta er eitt af því sem ég er fljót að gleyma og eftir næstu útilegu verð ég aftur jafn hissa á öllum matnum sem fer aftur til baka og lofa sjálfri mér að ég muni læra í þetta skiptið.

 

                                E  N  M  I  T  T

 

Við enduðum ferðina á að kíkja í sund í lauginni á Stokkseryi. Þetta er lítil og sæt laug, alveg svona ekta sveitalaug. Engin djúp laug en 2 alvöru heitir pottar og ein svona heit buslulaug. Lítil rennibraut er í laugina sem er eins og tröllvaxin venjuleg rennibraut á leikvöllum. Auðvitað prufaði ég að renna mér í henni eftir körfuboltakeppni, grísinn í miðjunni og busl leikir í tonna tali. 

 

En það sem er eiginlega besta við þessa laug er að þegar komið er útí er þér fært kaffibolli. Hversu mikil snilld er það. 

Auðvitað fór ég í bikiníi í laugina og er ég orðin harðákveðin í því að bikiní er fyrir sumarsundferðir en sundbolir fyrir vetrarsundferðir og þetta verður auðveldara með hverri ferðinni.

 

En ég mæli eindregið með að kíkja þarna. Stutt að fara ef þið eruð á suðurlandinu og ódýrt. 

Tjaldsvæði kostar 1000 kr. á mann per nótt og frítt fyrir 12 ára og yngri

 

Næsta færsla verður svo um hversu fróð eða ófróð ég er um mitt eigið landembarassed Ég ætti að skammast mín

 

En alla vega það styttist í sundferðina miklu og ég er farin að hlakka til að hitta ykkur öll.

 

Endilega líkið og deilið 

 

knús, kossar og frjálsir og fagrir kroppar

Bryndís 


VIÐ VERÐUM LÍKA Á AKUREYRI

Ég er svo spennt að ég held að ég springi með ávaxtabragði í loft upp. Islendingar tóku ekki bara Englendingana í nösina og eru því komnir í 8 liða úrslit í fótbolt sko heldur verðum við líka á Akureyri að spranga okkur í lauginni þar og að sjálfsögðu verður 2 fyrir 1 þar líka. 

Sjáiði þið þetta ekki fyrir ykkur. Laugardalslaug og Akureyrarlaug troðfullar af gullfallegu allskonar kvenfólki sem nýtur þess að vera til í eigin skinni og leyfir öðrum að sjá að fjölbreytileikinn er dásamlegur. 

 

Ég sjálf hef verið að æfa mig að koma fram í bikiníi, ekki í laugum landsins heldur meira á stéttinni heima. Þar hafa nágrannar mínir fengið að líta mjúklegann magann sem fengið hefur að flaksast frjáls í gjólunni og sólin hefur fengið að sleikja kroppinn frá toppi til táar. Fátt hefur verið falið nema þá það allra heilagasta sem hulið hefur verið smápjöttlum sem leggjast þétt yfir sitjandann og bringuna. Issss þetta er ekkert mál. Sitja í sólinni og dúttlast í garðinum fyrir framan alla nágrannana, gæti gert þetta topplaus anyday.... 

 

DJÓK!!!

 

Nei þetta er búið að vera miklu meira en smá erfitt. Fyrsta daginn sem ég skellti mér út klædd bláum bikinibrjóstarhaldara og botni í stíl og yfir buxurnar kom lítið pils sem ætti frekar að vera kallað belti frekar en pils þar sem þetta huldi næstum ekkert, var mér flögurt. Við hvern nágranna sem gekk fram hjá og heilsaði fékk ég hnút í magann og langaði helst að kasta upp og hlaupa inn í skömm. En ég ákvað að ég skildi ekki gefast upp þetta myndi örugglega verða auðveldara með tímanum. 

Í annað skiptið sem ég skellti mér í bikinífatnaði út á stéttina leið mér aðeins betur, var ekki jafn flögurt og fann ekki eins mikið fyrir þessari yfirliðstilfinningu sem kom áður. Ég reyndi að einbeita mér að því að hreinsa stéttina og reif upp arfa í tonnatali sem vaxið hafði upp á milli hellnanna. Ég var frekar stollt af mér þegar ég hætti og fór inn en við tók kunnugleg tilfinning þegar inn kom og ég ætlaði að þvo mér um hendurnar. Ég var nefninlega eitt stk mold í kringum munninn. Svona eins og litlu krakkarnir á leiksólanum líta út eftir að vera búin að éta sand allan daginn, vantaði eiginlega bara nefrennslið fullt af mold og sandi. Ég hugsaði bara OMG hvað er ég búin að vera svona útlítandi lengi? og hvað ætli ég sé búin að líta upp og heilsa mörgum svona útlítandi. Fólk heldur örugglega að það sé eitthvað að mér.

Well ég læt ekki smá skít í framan berja mig niður og hennti mér út 3 daginn sem sólin skein skært og ákvað að nú myndi ekkert stoppa mig, ég myndi klára stéttina og njóta þess að vera frábær alveg eins og ég er og ég gerði það. Sat úti í 4 klukkutíma og skrúbbaði og reyf upp arfa og skrúppaði meir og sprautaði vatni yfir allt og setti sumarblóm og allt. 

Ennnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnn ég gleymdi einu mjög mikilvægu!!! 

Ég gleymdi sólarvörninni. Krakkar aldrei gleyma sólarvörninni. 

Ég brenn ekkert svo rosalega auðveldlega þótt flestir haldi það. Ég verð alltaf mega rauð fyrst en ólíkt bruna er enginn hiti í húðinni eða óþægindi og svo verð ég bara brún 1-2 dögum síðar. En þarna var ég bara að drepast. Bakið á mér var eins og sunnudagssteikin nýkomin út úr ofninum sjóðheit og enn kraumandi. Daginn eftir þurfti ég að sækja strákinn minn sem hafði farið í frístundarheimilið sitt og að sjálfsögðu skellti ég mér bara í föt og út og endaði svo með að vera hálf grenjandi í Bónus. Nei ekki yfir því að piparfylltar lakkrísreimar vöru búnar eða af því að matvara er einfaldlega rugl dýr NEI ástæðan var að ég hafði farið í brjóstarhaldara. Aldrei hefði ég trúað því að ég ætti eftir að líka illa við eina af mínum bestu vinkonum, Victoria (en hún á sér leindarmál) en það kemur fyrir að slettist upp á vinskapinn hjá öllum af og til er það ekki. Við höfum núna sæst að fullu og mun ég reyna í framtíðinni að muna eftir að gluða sólarvörn á viðkvæmann kroppinn annars gæti vinskapur okkar Vicky farið út í veður og vind. 

En það er samt satt sem sagt er. Því oftar sem maður gerir hlutina því auðveldara verður það. Gott er að byrja smátt og núna er ég alveg að fara að verða sundlaugarhæf. Eitt sem þetta hefur samt kennt mér er að mér er farið að þykja vænna um sjálfa mig og langar einmitt að fara að gera eitthvað fyrir þennan eina líkama sem ég hef fengið að gjöf. Í vikunni ætla ég að reyna að krúttlast í ræktina og ath hvort ég geti ekki verið góð við kroppinn og byggja hann upp til að mér geti þótt enn vænna um hann. Ekki til að verða mjó og ótrúlega flott heldur til að líða betur og vera heilbriggðari.

 

Ég vil mynna ykkur á Facebook síðuna okkar Bikinikroppar endilega addið og deilið og svo er ég að reyna að snappast smá og er einmitt að finna sem bikinikroppar þar líka :)

 

Ef þið hafið einhverjar hugmyndir, spurningar, eða bara hvað sem er sem ykkur langar að koma á framfæri er hægt að hafa samband í gegnum FB eða tölvupóst bryndissteinunn@msn.com

 

Þangað til næst. 

 

knús og kossar 

XOXO

 


Jibbý jeiiiiiii

Jæja kæru lesendur

 

Ég er búin að fara á fund hjá honum Loga í Laugardalslaug og honum finnst þetta alveg hreint brilliant hugmynd. Hann er sko tilbúinn að bjóða okkur uppá 2 fyrir 1 Laugardaginn 3. september milli 3-6.

 

Ég er einnig að ræða við nokkur skemmtileg fyrirtæki hvort þau vilji ekki taka þátt í þessu átaki og gefa einhverjar gjafir, því að gaman væri að geta gefið þeim konum sem koma pakka og trekkja þá enn frekar að. 

 

Með uppákomur þá er eitthvað erfiðara að fá svör enda kanski ekki beint spennandi að gera hlutina frítt en ég sit og vona það besta. Verðum alla vega með eitthvað diskódæmi, skemmtileg sumarlög og kanski bara gitar og söng. Iss hef engar áhyggjur veit bara að það verður sjúklega gaman. 

 

Ég er einnig búin að fá mjög svo flotta stelpu til að hanna auglýsingu og þá er bara spurning hvar hægt er að láta prennta svoleiðis fyrir lítið og ef til vill fá styrk til þess? 

 

Er einhver þarna úti sem að þekkir til prenntsmiðja og já eða einstaklinga sem eru frægir á einhverju sviði og langar til að syngja eða segja brandara eða eitthvað fyrir buslandi kroppa?

 

Endilega sendið mér skilaboð í gegnum FB (bikinikroppar) snapchat (Bryndis Steinunn) eða tölvupóst bryndissteinunn@msn.com 

 

Langar líka að spjalla við Akureyrarlaug því að ég veit um eina flotta fyrir norðan sem er spennt fyrir þessu með okkur

 

Með syngjandi gleði úr úthverfi Reykjavíkur

Bryndís Hasarkroppur


Af hverju?

Já ég hef mikið verið að spá í þessu.

Af hverju erum við svona? Hvers vegna erum við aldrei ánægðar með okkur? Við erum endalaust með minnimáttarkennd yfir hinu og þessu. Þegar ég byrjaði á að henda þessari hugmynd í framkvæmd þá fór ég að hugsa um að skrá niður 5 hluti sem væru jákvæðir við mig og 5 neikvæða (um útlit)

 

Ég fyllti neikvæða listann á NÚLL EINNI en þurfti að hugsa með hitt.

 

Frænka mín sem er ein flottasta kona sem ég veit um sagði við mig einhvern tímann.

"Bryndís þegar fólk sér þig þá horfir það á kálfana á þér og sturlast af afbrýðisemi þar sem þeir eru sjúklega flottir en þú sérð bumbu!!!"

 

Fólk sér falleg augu en ég sé undirhöku

 

Fólk sér granna útlimi en ég sé appelsínuhúð.

 

Í alvöru hvað er að mér og ég veit að aðrar konur eru ekkert betri.

 

Ég er að spá í að gera tilraun. Ég ætla að horfa í spegilinn á hverjum degi í 10 daga og segja sjálfri mér að ég er falleg eins og ég er. Að stunda heilbrigðann lífstíl er til að láta sér liða betur en ekki til að passa í eitthvað nr. það er bara eithvað auka sem gæti komið en skiptir ekki máli. Ég er ekki tala á viktinni eða nr. í fötunum. Ég er Bryndís Steinunn, ég er falleg með alla mína galla. Hvert ör sem ég ber á sér sögu, hver felling, slit, já hver ójafna er dásamleg því að það er hluti af mér og ég ætla að elska mig eins og ég er og ég ætla að minna mig á að mér þyki vænt um mig því ég er frábær og vill vera betri og taka framförum á hverjum degi.

 

Ég ætlaði að setja inn mynd en hún kemur alltaf á hvolfi og þar sem ég er tæknilega fjölfötluð þá hef ég ekki hugmynd hvernig eigi að snúa henni þannig að allar ábendingar eru vel þegnar. 

Myndin er tekin í speglinum inná baði heima og á honum stendur "Þú ert frábær eins og þú ert" og "Mér þykir mjög vænt um þig" 

 

Næstu daga mun ég segja sjálfri mér þetta í stað þess að segja ohhhhh ég er svo ómöguleg og feit og með bumbu og undirhöku. Nei ég segi þessu stríð á hendur því ég er fabjúlös eins og Páll Óskar :) og ég veit að þú ert það líka.

 

 


Bikiniferðin

Jæja. Þá byrjar ferðalagið þar sem við höldum hátíðlega uppá fjölbreytileika kvenna. Við erum í öllum stærðum, gerðum, litum en eigum það sameiginlegt að vera konur. Því miður eigum við líka sameiginlegann óvin sem kallast Niðurrif. Það er sama hvernig við lítum út alltaf kvörtum við, felum okkur þar sem við erum slitnar hér og með fellingu þar. En núna verður breyting. Stefnt er á að halda hátíð kroppanna og dagsetningin 3. September hefur verið valin. Mætum í bikiníi í laugarnar og látum okkur líða vel í eigin skinni.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband