Þakklát

Sæl kæru lesendur

 

Ég hef verið að hugsa um hvað ég er þakklát fyrir.

Ég hef rödd og heyrn. Ég hef tilfinningu fyrir snertingu, ég get elskað og verið elskuð. Öll fegurðin í kringum mig sem ég sé með augum mínum. Allir litirnir í náttúrunni og dýrin sem skottast um í kringum mann.Ég er líka ofsalega þakklát fyrir það að vera einstaklingur sem er ekki háður öðrum.

Málið er að ég þekki stelpu sem á við mikla fötlun að stríða. Hún er algjörlega háð öðru fólki til að komast í og úr rúmi en er þokkanlega sjálfbjarga þegar í hjólastólinn er komið. Hún eyðir mestum tíma í stólnum, fer í honum út, er í honum á daginn, borðar í honum og gerir allt sem gera þarf í honum. Henni líður í raun best í honum og getur sinnt sér að mestu leiti þegar hún er komin í hann. Núna er stóllinn orðin í kringum 10 ára og vegna mikillar notkunnar er að sjálfsögðu farið að sjá á honum. Hann er skítugur (þótt reynt sé að þrífa hann reglulega) og alltaf er hætta á að hann fari að bila. Hún hefur sótt um oftar en einu sinni um að fá stólinn endurnýjaðann og geta þá haft þennan stól sem aukastól til að fara í út og ef taka þarf hinn í tékk, svona eins og að eiga inni,- og útiskó. En í hvert sinn sem hún sækir um fær hún neitun. Ok ég veit að þetta er dýrt en einn svona stóll kostar á milli 6-10 milljónir. Fyndna við þetta er að ef hún myndi sækja um bílastyrk þá fengi hún hann mjög sennilega (hún hefur bæthevei ekkert við bíl að gera) en þegar kemur að stólnum þá eru víst ekki til peningar, ekki einu sinni styrkur þannig að hún gæti þá reynt að kaupa stólinn sjálf.

 

Það sem hjálpartækjamiðstöðin vill gera er að fá stólinn og yfirfara hann sem er í raun gott og blessað nema það að það gæti tekið um viku og þyrfti hún því að eyða þeim tíma upp í rúmi. Hún getur ekki snúið sér né gert annað ef hún er rúmmliggjandi. Hún er alveg upp á aðra kominn til að hjálpa sér að öllu leyti. Hún fær ofsalega verki í bakið og þarf á sjúkraþjálfun að halda sem hún gæti ekki sinnt ef hún er stólalaus og þegar hún þarf að vera rúmliggjandi verður verkurinn kvalafullur. 

 

Hún hafur samt verið tilbúin til að leggja þetta á sig til að hafa stólinn í lagi þangað til núna.

 

Á föstudagsmorguninn vaknaði hún klukkan 9 og ýtti á neiðarhnappinn sem hún er með um handlegginn. Hnappurinn sendir skilaboð í síma starfsmanna og eiga þeir að koma eins fljótt og hægt er til að aðstoða hana við að fara framúr og klæða sig. En enginn kom. Hún ýtti aftur og aftur á hnappinn og ekkert gerðist. Eftir lengri tíma var hún orðin skelfingu lostin þar sem enginn kom að aðstoða hana og fór hún því að kalla á hjálp vonandi að einhver heyrði í henni. Hún öskraði stöðugt í lengri tíma og það hátt að nágranni hennar sem er heyrnaskert heyrði í henni og hringdi í yfirmanninn. Klukkan 12:45 tæplega 4 klukkutímum eftir að hún sendi fyrstu skilaboðin kom yfirmaður staðsins til hennar og hún fékk loks aðstoðina sem hún þurfti. Kom þá í ljós að enginn var með símann. Ég skil ekki svona vinnubrögð því þetta er annað skiptið á stuttum tíma sem þetta gerist en málið er að það gleymist æði oft að tæma símann þannig að hann er alveg fullur og skilaboðin ná ekki í gegn.

 

Í gær mánudag átti hún erfitt með að tala þar sem hún er svo hás eftir margra klukkutíma öskur. 

 

Það verður að fara að gera eitthvað í þessu þjóðfélagi. 

Í fyrsta lagi verður að hafa meira fjármagn þannig að það sé alla vega nóg af hæfu starfsfólki til að hugsa um þá sem þurfa á því að halda. 

Mér finnst líka algjör mannréttindi að fólk sem bundið er hjólastól geti haft 2 stóla eða alla vega geta fengið góðan lánsstól á meðan verið er að gera við eða yfirfara stól einstaklingsins.

 

Já ég er þakklát fyrir það að geta gert flesta hluta sjálf. Ég kemst sjálf upp í rúm og ég kemst fram úr því líka. Ég er ekki háð því að einhver klæði mig, hjálpi mér að borða og ég get komist í bað/sturtu þegar mér hentar ekki þegar tími telst til sem gæti verið 1 sinni í viku ef maður er heppin.

 

Já ég ætla að reyna að horfa á þá hluti sem maður telur sjálfsagða og vera þakklát fyrir þá, því maður veit aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Ef til vill mun ég vera í þeirri aðstöðu að þurfa hjálp og þá vona ég að ég muni fá hana.

 

Kveðja

Árbæjarkonan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Árnadóttir

ég vil bara að komi fram að ég mjög sátt við fólkið sem vinnu hér. Það þarff bara að tryggja öryggi mitt miklu miklu bætur þegar ég er ekki stólnum

Rakel Árnadóttir, 16.9.2016 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband