Þakklát framhald

Dásamlega, yndislega fólk.

 

Einhver misskilningur hefur komist á stjá með síðustu færslu minni. 

Starfsfólkið á staðnum sem verið var að ræða um síðast er FULLKOMLEGA HÆFT, ég endurtek FULLKOMLEGA HÆFT. En við vitum öll að á öllum opinberum stofnunum er alltaf sama sagan, það vantar fjármagn. Starfsfólk á Elliheimilum, ummönnunarheimilum, skólum og leikskólum, sjúkrahúsum og öðrum stöðum er undirmannað. Fólk þarf að vinna á við 2 og jafnvel fleiri og það er orðið uppgefið og þá koma mistökin. 

 

Já það eru aldrei til peningar fyrir þeim sem eru minni máttar en svo les maður (eða heyrir) um veislur sem haldnar hafa verið fyrir milljónir. Milljarðar eru settir í hitt og þetta sem maður skilur ekki alveg að sé nauðsyn eins og trilljón aðstoðarmenn alþingismanna, risnur sem eru svo himinháar að það tekur venjulega manneskju marga mánuði að vinna inn fyrir brot af upphæðinni og annað sem ég man ekki eftir. Heldur þetta lið sem stjórnar landinu að þeir eigi aldrei eftir að verða gamlir, að þeir geti aldrei lent í slysi og lamast, þurfi að leggjast inn á sjúkrahús eða eitthvað annað því um líkt? Æjjjjjj djók þeir eiga peninga til að ráða bara einkalið til að aðstoða sig eða hugsar það bara ekki lengra en 5 mínutur fram í tíman? Þetta gerir mig ÓGEÐ reiða. 

 

Það sem ég vildi koma fram með síðustu færslu er að það þarf MEIRA fjármagn til að geta fengið MEIRA af hæfu starfsfólki, ekki að það sem er fyrir sé ekki hæft, alls ekki það vantar bara að fá fleiri til að vinna þessi verk. Fólkið sem vinnur þessa vinnu fer bráðlega að brenna út og endar þá á að þurfa að fara á endurhæfingu og eitthvað kostar það. Ég þekki konu sem vinnur á leikskóla og hún sagði mér að hún væri orðin svo búin á því á líkama og sál að hún hefur ekki orku að gera meira eftir að hún er búin að vinna. Hún hefur ekki orku til að hugsa um heimili. Matur er yfirleitt snarl, súpur og núðlur því hún hefur ekki þrek til að gera meir. ÞETTA ER ÞAÐ SEM ER AÐ OG ÞETTA ER ALLS EKKI Í LAGI!!!

 

Við vitum öll hvernig það er að vera þreittur og veikur. Maður verður kærulausari og hættir til að vera svoldið glæfralegur í þvi sem maður er að gera. Er ekki talað um að það sé hættulegra að keyra þreittur en fullur hvað með þá að vinna ábyrgðarstarf? Er ekki bara verið að bíða eftir að slysin gerist og þá meina ég eitthvað virkilega alvarlegt

 

Í vikunni sem leið fékk umrædd stúlka í síðasta bloggi dásamlega þjónustu. Farið var fyrir hana í búðina, komið og gert fyrir hana te óumbeðið og hugsað extra vel um hana og yfirleitt er það þannig og hún er ofsalega ÞAKKLÁT FYRIR ÞAÐ.

 

Ég er þakklát fyrir svo margt og finnst ofsalega leiðinlegt að vera stundum misskilin en það er eitthvað sem getur alltaf gerst. Aðgát skal höfð í nærveru sálar enda erum við misjafnlega viðkvæm, ég veit að ég er það, viðkvæm það er að segja.

 

Elskið hvert annað og aðstoðum hvort annað. Gerum þennan heim aðeins betri með því að vera besta útgáfan af okkur sjálfum.

 

Knús úr Árbænum

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband